Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 12:15 Sólveig Anna segir að nú stefni í algjört neyðarástand á leigumarkaði. Stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast við þeirri vá. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu. Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira