Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 20:01 Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20
Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels