Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 19:02 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja. Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja.
Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28