Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 12:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að verðbólga komist í tveggja stafa tölu. Hins vegar ættu sameiginlegar aðgerðir bankans, ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og verslunar og þjónustu að geta haldið aftur af verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28