Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 12:28 Ásgeir Jónsson óttast verðhækkanir í útlöndum eigi enn eftir að koma fram og því eigi verðbólgan eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07