Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 10:00 Luis Díaz kom til bjargar í hálfleik eftir skelfilegan hálfleik Liverpool liðsins á móti Villarreal og sá öðrum fremur til þess að liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Alberto Saiz Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins. Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira