Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2022 07:02 Mohamed Salah veit nákvæmlega hvaða liði hann vill mæta í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. „Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
„Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53