Hilmir Snær og Ingvar E. verða Mátulegir í Borgarleikhúsinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2022 12:31 Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Samsett/Getty-Stöð 2 Borgarleikhúsið er í óða önn við að setja saman nýtt og spennandi leikár en meðal verkefna verður DRUK, eða Mátulegir eins og það nefnist í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Leikritið er eftir Thomas Vinterberg og byggt á dönsku Óskarsverðlaunamyndinni DRUK sem fjallar um fjóra lífsleiða menntaskólakennara sem ákveða að sannreyna tilgátu um að manneskjan sé fædd með hálfu prómilli áfengis of lítið í blóðinu. Félagarnir fjórir verða leiknir af stórleikararnir Ingvari E. Sigurðssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni og Jörundi Ragnarssyni. Leikstjóri verður leikhússtjórinn sjálfur Brynhildur Guðjónsdóttir. „Það er óhætt að segja að það sé mikill spenningur fyrir komandi ævintýri. Þetta er óður til lífsins og neistans sem vekur mannsandann, en í tilraun sinni til að vera „mátulegir“ feta þeir félagar jafnframt einstigið milli gleði og sorgar. Sýningin, sem frumsýnd verður í lok desember, mun kveðja með okkur gamla árið og heilsa nýju og leikhópurinn, jah þvílíkir félagar sem hér eru á ferð,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikhús Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikritið er eftir Thomas Vinterberg og byggt á dönsku Óskarsverðlaunamyndinni DRUK sem fjallar um fjóra lífsleiða menntaskólakennara sem ákveða að sannreyna tilgátu um að manneskjan sé fædd með hálfu prómilli áfengis of lítið í blóðinu. Félagarnir fjórir verða leiknir af stórleikararnir Ingvari E. Sigurðssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni og Jörundi Ragnarssyni. Leikstjóri verður leikhússtjórinn sjálfur Brynhildur Guðjónsdóttir. „Það er óhætt að segja að það sé mikill spenningur fyrir komandi ævintýri. Þetta er óður til lífsins og neistans sem vekur mannsandann, en í tilraun sinni til að vera „mátulegir“ feta þeir félagar jafnframt einstigið milli gleði og sorgar. Sýningin, sem frumsýnd verður í lok desember, mun kveðja með okkur gamla árið og heilsa nýju og leikhópurinn, jah þvílíkir félagar sem hér eru á ferð,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir.
Leikhús Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira