Bróðir Lingards æfur: „Verið hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki að kveðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Juan Mata fékk kveðjuleik á Old Trafford í gær, öfugt við Jesse Lingard. getty/Ash Donelon Jesse Lingard fékk ekki að kveðja stuðningsmenn Manchester United þegar liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær, eitthvað sem bróðir hans er æfur yfir. United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00