Andri: Áttum ekki glansleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2022 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór sigraði Hauka 30-27 í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna norðan heiða í kvöld. Leikurinn var spennandi allt til loka. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27