Flýgur frá ástarpungunum á Akureyri í leiki með Eyjamönnum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 08:01 Fannar Þór Friðgeirsson þarf að rífa sig upp um miðjar nætur til að sinna rekstri Bakarísins við brúna á Akureyri. Það kemur ekki í veg fyrir að hann spili með ÍBV. Er hægt að baka brauð og snúða á nóttunni á Akureyri og spila svo handbolta daginn eftir með ÍBV í Vestmannaeyjum? Það er nokkurn veginn það sem Fannar Þór Friðgeirsson gerir nú þegar úrslitakeppnin í Olís-deildinni nálgast suðupunkt. Eyjamenn enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar í vor en höfðu ítrekað bakað sér vandræði með vörn sinni og markvörslu. Raunar fékk ekkert lið í deildinni á sig eins mörg mörk á tímabilinu. Þjálfarinn Erlingur Richardsson greip því tækifærið þegar það gafst óvænt í lok mars, til að fá jafnöflugan leikmann og Fannar aftur í sitt lið. Gallinn var sá að Fannar hafði reyndar ekki snert handbolta í tæpt ár, var fluttur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar og tekinn við rekstri Bakarísins við brúna ásamt Katrínu Andrésdóttur konu sinni. Vissi af gömlu skónum í Eyjum En Fannar var til í tuskið: „Við vorum búin að stefna lengi að því að taka frí og fara í heimsókn til Eyja, og komum þarna rétt fyrir leik við Hauka [27. mars]. Ég var ekkert að hugsa um þetta þá eða búinn að ræða nokkurn skapaðan hlut við ÍBV. Ég vissi þó að ég ætti gamla skó þarna uppi í hillu í húsinu, og hugsaði með mér að það væri gaman að kíkja á eina æfingu, aðallega til að fá að hanga með strákunum inni í klefa eftir æfinguna. Það gekk svona vel að Erlingur þjálfari spurði hvort ég gæti ekki mætt líka á æfingu daginn eftir,“ segir Fannar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi. Hlutirnir þróuðust svo þannig að Fannar samþykkti á endanum að vera í leikmannahópnum gegn Haukum þessa sömu helgi, og í kjölfarið var hann svo fenginn til að vera með ÍBV í síðustu leikjum deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir. Fannar Þór Friðgeirsson hafði leikið með ÍBV í þrjú ár áður en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Nú er hann mættur aftur í slaginn.vísir/vilhelm Hafði varla horft á handbolta í vetur Fannar flýgur því frá Akureyri í leiki með Eyjaliðinu en tekur aftur á móti nánast engan þátt í æfingum liðsins: „Ég sagði þeim að ég gæti verið með eins og tíminn leyfði,“ segir Fannar sem hoppaði til að mynda beint inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik ÍBV í úrslitakeppninni í síðustu viku, án þess að ná æfingu fyrir leikinn. ÍBV bakaði þá Stjörnuna, 36-27, og fylgdi því svo eftir með 25-22 útisigri sem kom liðinu áfram í undanúrslitin. „Það kom mér ótrúlega á óvart sjálfum hvað þetta hefur gengið vel. Ég hafði í raun ekkert æft, ekki einu sinni í World Class, og eiginlega ekki einu sinni horft á handbolta í vetur,“ segir Fannar sem vissi þó auðvitað vel að hverju hann gengi hjá ÍBV: „Já, já. Þessi þrjú ár sem maður var í Vestmannaeyjum spilaði maður meira og minna allan tímann. Maður hefur ekki gleymt neinu. Vinnureglurnar eru ekkert breyttar og maður labbaði því eiginlega beint inn í hlutina. Í vörninni er líka ekkert möst að æfa hlutina mikið. Þetta er bara vinna – spurning um að nenna þessu,“ segir Fannar. „Kári var svolítið pirraður út í mig“ Segja má að hann sé mættur „beint í eftirréttinn“, sjálfa úrslitakeppnina án þess að hafa tekið þátt í streði undirbúningstímabilsins og vetursins. Liðsfélagarnir voru mishrifnir af því: „Kári Kristján [Kristjánsson] var svolítið pirraður út í mig. Að vera búinn að vera í ellefu mánaða pásu, ekkert að æfa heldur bara í bakaríinu, í ástarpungum og kaffibolla alla daga, og mæta svo bara beint í það skemmtilegasta. Engir þrekhringir, útihlaup og eitthvað vesen,“ segir Fannar léttur. Fannar Þór Friðgeirsson hefur unnið alla titla sem eru í boði á Íslandi, meðal annars bikarmeistaratitil með ÍBV.vísir/bára Auðveldara að segja nei við KA Þar sem að Fannar er búsettur á Akureyri hefði kannski legið beinast við að hann spilaði frekar með KA vildi hann halda áfram í handbolta, en það stóð einfaldlega ekki til: „KA-menn voru mjög áhugasamir og höfðu oft samband, sérstaklega Sverre [Jakobsson] og Heimir [Örn Árnason]. Ég spilaði með Sverre úti í Þýskalandi og Heimi í Val þegar ég var ungur, og strákarnir okkar Heimis eru meira að segja saman í bekk. En ég gaf þeim afgerandi svar í janúar því ég var bara alveg hættur í handbolta. Ég hef engan tíma í þetta. Það var kannski auðveldara að segja nei við KA því ég hef enga tengingu við KA og var bara hættur. Ekkert vesen. En þegar vinirnir í Vestmannaeyjum biðja fallega og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá mann í leiki, búsettan eins mikið hinu megin á landinu og hægt er, þá þykir manni mjög vænt um það og er stoltur af því,“ segir Fannar. Hann hefði gjarnan viljað mæta KA í undanúrslitunum, ekki síst til að geta fengið far í leiki, en mætir þess í stað Haukum og reiknar með að mæta áfram beint í leiki án þess að ná æfingum. ÍBV byrjar undanúrslitin á leik við Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn og í ljósi sögunnar má búast við að heitt verði í kolunum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Akureyri Vestmannaeyjar Bakarí Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Eyjamenn enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar í vor en höfðu ítrekað bakað sér vandræði með vörn sinni og markvörslu. Raunar fékk ekkert lið í deildinni á sig eins mörg mörk á tímabilinu. Þjálfarinn Erlingur Richardsson greip því tækifærið þegar það gafst óvænt í lok mars, til að fá jafnöflugan leikmann og Fannar aftur í sitt lið. Gallinn var sá að Fannar hafði reyndar ekki snert handbolta í tæpt ár, var fluttur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar og tekinn við rekstri Bakarísins við brúna ásamt Katrínu Andrésdóttur konu sinni. Vissi af gömlu skónum í Eyjum En Fannar var til í tuskið: „Við vorum búin að stefna lengi að því að taka frí og fara í heimsókn til Eyja, og komum þarna rétt fyrir leik við Hauka [27. mars]. Ég var ekkert að hugsa um þetta þá eða búinn að ræða nokkurn skapaðan hlut við ÍBV. Ég vissi þó að ég ætti gamla skó þarna uppi í hillu í húsinu, og hugsaði með mér að það væri gaman að kíkja á eina æfingu, aðallega til að fá að hanga með strákunum inni í klefa eftir æfinguna. Það gekk svona vel að Erlingur þjálfari spurði hvort ég gæti ekki mætt líka á æfingu daginn eftir,“ segir Fannar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi. Hlutirnir þróuðust svo þannig að Fannar samþykkti á endanum að vera í leikmannahópnum gegn Haukum þessa sömu helgi, og í kjölfarið var hann svo fenginn til að vera með ÍBV í síðustu leikjum deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir. Fannar Þór Friðgeirsson hafði leikið með ÍBV í þrjú ár áður en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Nú er hann mættur aftur í slaginn.vísir/vilhelm Hafði varla horft á handbolta í vetur Fannar flýgur því frá Akureyri í leiki með Eyjaliðinu en tekur aftur á móti nánast engan þátt í æfingum liðsins: „Ég sagði þeim að ég gæti verið með eins og tíminn leyfði,“ segir Fannar sem hoppaði til að mynda beint inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik ÍBV í úrslitakeppninni í síðustu viku, án þess að ná æfingu fyrir leikinn. ÍBV bakaði þá Stjörnuna, 36-27, og fylgdi því svo eftir með 25-22 útisigri sem kom liðinu áfram í undanúrslitin. „Það kom mér ótrúlega á óvart sjálfum hvað þetta hefur gengið vel. Ég hafði í raun ekkert æft, ekki einu sinni í World Class, og eiginlega ekki einu sinni horft á handbolta í vetur,“ segir Fannar sem vissi þó auðvitað vel að hverju hann gengi hjá ÍBV: „Já, já. Þessi þrjú ár sem maður var í Vestmannaeyjum spilaði maður meira og minna allan tímann. Maður hefur ekki gleymt neinu. Vinnureglurnar eru ekkert breyttar og maður labbaði því eiginlega beint inn í hlutina. Í vörninni er líka ekkert möst að æfa hlutina mikið. Þetta er bara vinna – spurning um að nenna þessu,“ segir Fannar. „Kári var svolítið pirraður út í mig“ Segja má að hann sé mættur „beint í eftirréttinn“, sjálfa úrslitakeppnina án þess að hafa tekið þátt í streði undirbúningstímabilsins og vetursins. Liðsfélagarnir voru mishrifnir af því: „Kári Kristján [Kristjánsson] var svolítið pirraður út í mig. Að vera búinn að vera í ellefu mánaða pásu, ekkert að æfa heldur bara í bakaríinu, í ástarpungum og kaffibolla alla daga, og mæta svo bara beint í það skemmtilegasta. Engir þrekhringir, útihlaup og eitthvað vesen,“ segir Fannar léttur. Fannar Þór Friðgeirsson hefur unnið alla titla sem eru í boði á Íslandi, meðal annars bikarmeistaratitil með ÍBV.vísir/bára Auðveldara að segja nei við KA Þar sem að Fannar er búsettur á Akureyri hefði kannski legið beinast við að hann spilaði frekar með KA vildi hann halda áfram í handbolta, en það stóð einfaldlega ekki til: „KA-menn voru mjög áhugasamir og höfðu oft samband, sérstaklega Sverre [Jakobsson] og Heimir [Örn Árnason]. Ég spilaði með Sverre úti í Þýskalandi og Heimi í Val þegar ég var ungur, og strákarnir okkar Heimis eru meira að segja saman í bekk. En ég gaf þeim afgerandi svar í janúar því ég var bara alveg hættur í handbolta. Ég hef engan tíma í þetta. Það var kannski auðveldara að segja nei við KA því ég hef enga tengingu við KA og var bara hættur. Ekkert vesen. En þegar vinirnir í Vestmannaeyjum biðja fallega og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá mann í leiki, búsettan eins mikið hinu megin á landinu og hægt er, þá þykir manni mjög vænt um það og er stoltur af því,“ segir Fannar. Hann hefði gjarnan viljað mæta KA í undanúrslitunum, ekki síst til að geta fengið far í leiki, en mætir þess í stað Haukum og reiknar með að mæta áfram beint í leiki án þess að ná æfingum. ÍBV byrjar undanúrslitin á leik við Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn og í ljósi sögunnar má búast við að heitt verði í kolunum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Akureyri Vestmannaeyjar Bakarí Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira