Óska þess að málinu verði vísað frá Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. apríl 2022 13:31 Kardashian-mæðgurnar standa þessa dagana í réttarhöldum í máli sem fyrirsætan Blac Chyna höfðaði gegn þeim. Getty/Karwai Tang-MICHAEL TRAN Kardashian mæðgurnar hafa farið fram á það að máli sem fyrirsætan Blac Chyna hefur höfðað gegn þeim verði vísað frá. Chyna sakar mæðgurnar Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner um að hafa valdið henni miklu tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Chyna var trúlofuð Rob Kardashian, bróður Kardashian systranna, árið 2016 og eiga þau saman dótturina Dream Kardashian. Þau voru með sinn eigin raunveruleikaþátt Rob & Chyna á sjónvarpsstöðinni E! og naut hann mikilla vinsælda. Eftir að Rob og Chyna slitu trúlofun sinni árið 2017 sauð upp úr þeirra á milli. Þá sakar Chyna Kardashian mæðgunar um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Því höfðaði Chyna mál gegn mæðgunum. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir sönnunargögn ekki styðja við ásakanirnar Réttarhöld hófust í síðustu viku og hefur lögmaður Kardashian-fjölskyldunnar Michael G. Rhodes nú farið fram á að málinu verði vísað frá. Hann segir rökin vera þau að Chyna hafi engin sönnunargögn sem styðji við ásakanir hennar. Chyna hefur farið fram á að fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur. Rhodes segir hins vegar að Chyna hafi ekki lagt fram neitt bókhald sem sýni fram á að hún hafi orðið fyrir nokkurs konar fjárhagslegu tjóni. Ofbeldi og meint morðhótun Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Í vitnisburði hafa komið fram atvik sem lýsa ofbeldishegðun Chyna sem og meint morðhótun í garð Kylie Jenner. Sjá: Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Í nýjasta vitnisburði Chyna segist hún hafa kunnað að meta það að Kris Jenner hafi hjálpað til við að koma þættinum Rob & Chyna í loftið til að byrja með og veitt henni húsaskjól. Þá hefur hún jafnframt viðurkennt að barnsfaðir hennar og fyrrverandi unnusti, Rob Kardashian, beri að mestu leyti ábyrgð á því tjóni sem orðspor hennar hefur orðið fyrir. Hann er þó ekki hluti af þessari málsókn Chyna. Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Chyna var trúlofuð Rob Kardashian, bróður Kardashian systranna, árið 2016 og eiga þau saman dótturina Dream Kardashian. Þau voru með sinn eigin raunveruleikaþátt Rob & Chyna á sjónvarpsstöðinni E! og naut hann mikilla vinsælda. Eftir að Rob og Chyna slitu trúlofun sinni árið 2017 sauð upp úr þeirra á milli. Þá sakar Chyna Kardashian mæðgunar um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Því höfðaði Chyna mál gegn mæðgunum. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir sönnunargögn ekki styðja við ásakanirnar Réttarhöld hófust í síðustu viku og hefur lögmaður Kardashian-fjölskyldunnar Michael G. Rhodes nú farið fram á að málinu verði vísað frá. Hann segir rökin vera þau að Chyna hafi engin sönnunargögn sem styðji við ásakanir hennar. Chyna hefur farið fram á að fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur. Rhodes segir hins vegar að Chyna hafi ekki lagt fram neitt bókhald sem sýni fram á að hún hafi orðið fyrir nokkurs konar fjárhagslegu tjóni. Ofbeldi og meint morðhótun Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Í vitnisburði hafa komið fram atvik sem lýsa ofbeldishegðun Chyna sem og meint morðhótun í garð Kylie Jenner. Sjá: Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Í nýjasta vitnisburði Chyna segist hún hafa kunnað að meta það að Kris Jenner hafi hjálpað til við að koma þættinum Rob & Chyna í loftið til að byrja með og veitt henni húsaskjól. Þá hefur hún jafnframt viðurkennt að barnsfaðir hennar og fyrrverandi unnusti, Rob Kardashian, beri að mestu leyti ábyrgð á því tjóni sem orðspor hennar hefur orðið fyrir. Hann er þó ekki hluti af þessari málsókn Chyna.
Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30