Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 18:39 Renata Sara Arnórsdóttir og Logn eru í samtökunum Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem þau segja stunda kynlífsvinnu. vísir/Vilhelm Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið. Kompás Vændi Klám Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið.
Kompás Vændi Klám Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira