Sakfelldir vegna útlits og litarafts Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 15:21 Antonio García Carbonell (t.v.) og Ahmed Tommouhi (t.h.) Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira