Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 13:25 Mikill styr hefur staðið um störf Sólveigar hjá Eflingu og þá sérstaklega eftir að öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira