Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, ásamt Leó Árnasyni (fyrir miðju) og Gylfa Gíslasyni þega Svansvottunin var formlega afhent með merkjunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar. Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?