Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. „Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
„Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26
Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00