Feður sem myrða börn sín Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Jordi Mayor, bæjarstjóri Cullera, þar sem Jordi litli bjó með móður sinni, og Monica Oltra, varaforseti héraðsstjórnarinnar í Valencia, við minningarstund um drenginn. ROBER SOLSONA/EUROPA PRESS Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira