Þjálfari Norður-Írlands segir konur tilfinningaríkari en karla: Hefur beðist afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 13:31 Kenny Shiels (lengst til vinstri) ræðir við leikmenn sína. Sky Sports Kenny Shiels, þjálfari kvennalandsliðs Norður-Írlands í fótbolta, telur að konur séu tilfinningaríkari en karlar. Opinberaði hann skoðun sína á blaðamannafundi eftir 5-0 tap N-Írlands gegn Englandi í undankeppni HM 2023. Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira