Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 15:00 Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki. Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki.
Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira