Að selja banka og samt ekki Jónas Elíasson skrifar 8. apríl 2022 15:30 Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun