Gummi Ben í ham: „Þú mátt eiga þennan frakka!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Massimiliano Irrati og Allegri komu mikið við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks í leik Juventus og Inter í gær. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson fór á kostum þegar hann lýsti afar skrautlegum mínútum í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, milli Juventus og Inter. Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56