Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 09:01 Jürgen Klopp fagnar sigrinum á Watford um helgina. Hann hefur væntanlega farið á litla barinn sinn á Anfield eftir leikinn. Getty/Clive Brunskill Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira