Kia Niro EV efstur hjá J.D. Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. apríl 2022 07:01 Kia e-Niro Kia eigendur völdu Kia Niro besta bílinn annað árið í röð í áreiðanleikakönnun J.D. Power fyrir eigendur rafbíla. Yfir 8 þúsund bandarískir rafbílaeigendur tóku þátt í könnuninni. Kia Niro EV varð efstur yfir fjöldaframleidda bíla í þessum flokki og er þetta annað árið í röð sem bíllinn fær þessi eftirsóttu verðlaun. Eigendur Kia Niro EV voru sérlega ánægðir með góða drægni bílsins á rafmagni, lágan viðhaldskostnað, sem og hönnun og aksturseiginleika bílsins. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-rásinni What Car? um Kia e-Niro. Niro hefur selst í 1275 eintökum hérlendis. Þar af eru 503 bílar í hreinni rafútgáfu. Fyrstu rafbílarnir af Niro gerð komu árið 2019 til landsins. Kia Niro hefur spilað stórt hlutverk í rafbílavæðingu Kia. Kia Niro EV hefur verið mest seldi rafbíll Kia síðan hann kom á markað árið 2017 og hefur drægni hans verið aukin jafnt og þétt á þeim tíma. Niro EV hefur verið vinsæll og fengið mikið lof fyrir áreiðanleika, góða drægni og aksturseiginleika. Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent
Yfir 8 þúsund bandarískir rafbílaeigendur tóku þátt í könnuninni. Kia Niro EV varð efstur yfir fjöldaframleidda bíla í þessum flokki og er þetta annað árið í röð sem bíllinn fær þessi eftirsóttu verðlaun. Eigendur Kia Niro EV voru sérlega ánægðir með góða drægni bílsins á rafmagni, lágan viðhaldskostnað, sem og hönnun og aksturseiginleika bílsins. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-rásinni What Car? um Kia e-Niro. Niro hefur selst í 1275 eintökum hérlendis. Þar af eru 503 bílar í hreinni rafútgáfu. Fyrstu rafbílarnir af Niro gerð komu árið 2019 til landsins. Kia Niro hefur spilað stórt hlutverk í rafbílavæðingu Kia. Kia Niro EV hefur verið mest seldi rafbíll Kia síðan hann kom á markað árið 2017 og hefur drægni hans verið aukin jafnt og þétt á þeim tíma. Niro EV hefur verið vinsæll og fengið mikið lof fyrir áreiðanleika, góða drægni og aksturseiginleika.
Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent