Formúlu 1-keppni verður haldin á Las Vegas Strip Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 10:00 Mynd af Lewis Hamilton varpað upp á stóran skjá í Las Vegas í tilefni af kynningarfundi fyirr nýju formúlu keppnina í borginni. AP/John Locher Bandaríska borgin Las Vegas er að breytast í mikla íþróttaborg og enn berast fréttir af nýjum íþróttum í spilavítaborginni í eyðimörkinni. Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Formúla Bandaríkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Formúla Bandaríkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira