Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:00 Giovana Queiroz er samningsbundin Barcelona en var lánuð til Levante. Getty Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni. Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni.
Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira