Reiður eftir að Maguire mátti þola baul frá eigin stuðningsmönnum Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 08:31 Harry Maguire í leiknum gegn Fílabeinsströndinni á Wembley í gær, þar sem baulað var á hann. Getty/Alex Pantling Stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta bauluðu á Harry Maguire, miðvörð Manchester United, þegar hann var kynntur til leiks á Wembley í gærkvöld fyrir vináttulandsleikinn við Fílabeinsströndina. England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira