„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 21:50 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41