Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 11:33 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fyrirhyggju með stuðningi við heimili og fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum grundvöll fyrir viðsnúning í ríkisfjármálum og auknum hagvesti. Vísir/Vilhelm Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03
Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16