Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. mars 2022 09:41 Will Smith var í miklu uppnámi á Óskarnum í nótt. Samsett/Getty Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. Áhorfendur í salnum stóðu margir upp til þess að reyna að sjá hvað væri í gangi. Samtölin virðast hafa átt sér stað þegar auglýsingahlé var skömmu eftir atvikið. Meredith O. Sullivan talsmaður leikarans ræddi einnig við hann strax eftir atvikið. Óskarsverðlaunin voru sýnd á Stöð 2 í nótt. Augnablikið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Bradley Cooper setti hendur á axlir Will Smith og Denzel Washington tók utan um hann. Skömmu síðar vann Will Smith Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í ræðu sinni bað hann akademíuna og aðra sem tilnefndir voru afsökunar. Þá hafði hann eftir Washington úr samtali þeirra: „Þegar þú nærð toppnum þá kemur djöfullinn á eftir þér.“ Denzel Washington ræðir við Will Smith eftir atvikið.Getty/Myung Chun Will Smith sló Chris Rock eftir að hann sá síðarnefndi sagði brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. „Þetta er stærsta mómentið í sögu sjónvarpsins,“ sagði Rock áður en hann kynnti tilnefningar til bestu heimildarmyndar. Demi Moore sem hermaðurinn G.I. Jane í samnefndri bíómynd. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Smith var nóg boðið, labbaði upp á svið og sló Rock sem virtist bregða töluvert. Smith öskraði einnig á Rock: „Láttu nafn konunnar minnar ekki koma út úr fokking munninum á þér“. Smith var svo verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Richard Williams, föður tennissystranna Venusar og Serenu, í myndinni King Richard. Ræðuna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ræða Will Smith á Óskarsverðlaununum Í þakkarræðu sinni minntist Smith á að Richard Williams hefði alltaf gætt hagsmuna fjölskyldu sinnar og varið með kjafti og klóm. Með tárin í augunum sagði Smith að ástin fengi mann stundum til að gera klikkaða hluti. Samheldin hjón. Will Smith og Jada Pinkett Smith glæsileg á rauða dreglinum í nótt.Getty „Ég vona að akademían bjóði mér hingað aftur,“ sagði Smith og baðst afsökunar á hegðun sinni. Akademían sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið og fordæmdi allt ofbeldi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem var tekið við hjónin í byrjun þessa örlagaríka kvölds á rauða dreglinum. Klippa: Will Smith og Jada Pinkett-Smith á rauða dreglinum Lífið á Vísi var með beina textalýsingu frá Óskarsverðlaununum í nótt og má lesa hana HÉR. Lista yfir alla vinningshafa má svo sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith vann besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“ Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni. 28. mars 2022 04:44 Óskarsvaktin 2022 Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 27. mars 2022 19:48 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Áhorfendur í salnum stóðu margir upp til þess að reyna að sjá hvað væri í gangi. Samtölin virðast hafa átt sér stað þegar auglýsingahlé var skömmu eftir atvikið. Meredith O. Sullivan talsmaður leikarans ræddi einnig við hann strax eftir atvikið. Óskarsverðlaunin voru sýnd á Stöð 2 í nótt. Augnablikið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Bradley Cooper setti hendur á axlir Will Smith og Denzel Washington tók utan um hann. Skömmu síðar vann Will Smith Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í ræðu sinni bað hann akademíuna og aðra sem tilnefndir voru afsökunar. Þá hafði hann eftir Washington úr samtali þeirra: „Þegar þú nærð toppnum þá kemur djöfullinn á eftir þér.“ Denzel Washington ræðir við Will Smith eftir atvikið.Getty/Myung Chun Will Smith sló Chris Rock eftir að hann sá síðarnefndi sagði brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. „Þetta er stærsta mómentið í sögu sjónvarpsins,“ sagði Rock áður en hann kynnti tilnefningar til bestu heimildarmyndar. Demi Moore sem hermaðurinn G.I. Jane í samnefndri bíómynd. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Smith var nóg boðið, labbaði upp á svið og sló Rock sem virtist bregða töluvert. Smith öskraði einnig á Rock: „Láttu nafn konunnar minnar ekki koma út úr fokking munninum á þér“. Smith var svo verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Richard Williams, föður tennissystranna Venusar og Serenu, í myndinni King Richard. Ræðuna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ræða Will Smith á Óskarsverðlaununum Í þakkarræðu sinni minntist Smith á að Richard Williams hefði alltaf gætt hagsmuna fjölskyldu sinnar og varið með kjafti og klóm. Með tárin í augunum sagði Smith að ástin fengi mann stundum til að gera klikkaða hluti. Samheldin hjón. Will Smith og Jada Pinkett Smith glæsileg á rauða dreglinum í nótt.Getty „Ég vona að akademían bjóði mér hingað aftur,“ sagði Smith og baðst afsökunar á hegðun sinni. Akademían sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið og fordæmdi allt ofbeldi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem var tekið við hjónin í byrjun þessa örlagaríka kvölds á rauða dreglinum. Klippa: Will Smith og Jada Pinkett-Smith á rauða dreglinum Lífið á Vísi var með beina textalýsingu frá Óskarsverðlaununum í nótt og má lesa hana HÉR. Lista yfir alla vinningshafa má svo sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith vann besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“ Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni. 28. mars 2022 04:44 Óskarsvaktin 2022 Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 27. mars 2022 19:48 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith vann besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28
Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“ Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni. 28. mars 2022 04:44
Óskarsvaktin 2022 Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 27. mars 2022 19:48
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning