„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. mars 2022 21:05 Ísak Máni Wium stýrði ÍR-ingum í kvöld í fjarveru Friðriks Inga. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11