Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:05 Flóknustu tökurnar í kvikmyndinni munu meðal annars fara fram á Frakkastíg. Vísir/Vilhelm Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira