Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 23:15 Vilhjálmur Birgisson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur. Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur.
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11