Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 20:05 Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fólk smita mest þegar það er lasið. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira