Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 16:30 Aron Elís Þrándarson á æfingu íslenska liðsins út á Spáni en með honum er Jón Dagur Þorsteinsson sem spilar líka í danska boltanum. KSÍ Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. „Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
„Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti