Amanda Bynes endurheimti sjálfræðið Elísabet Hanna skrifar 23. mars 2022 14:41 Amanda Bynes var barnastjarna sem flestir ættu að kannast við úr myndum eins og Hairspray, What a girl wants og She's the man. Getty/Jon Kopaloff Amanda Bynes fetaði síðustu daga í fótspor Britney Spears og var að sækjast eftir sjálfræði sem hún hlaut loks í gær. Móðir barnastjörnunnar fékk upphaflega forræði yfir henni árið 2013. Var svipt sjálfræði fyrir níu árum Dómari sagði forræðið ekki lengur þarft þar sem Amanda sé búin að uppfylla allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar síðustu ár. Móðir hennar fékk upphaflega tímabundið forræði en ári síðar fékk hún ótímabundið forræði sem hefur haldið sér til dagsins í gær. Amanda birtir stundum skilaboð og myndir á samfélagsmiðlum en eyðir þeim oft hratt.Skjáskot/Instagram Opnaði sig um andleg veikindi Amanda komst í kast við lögin meðal annars fyrir það að keyra undir áhrifum og kveikja í innkeyrslu hjá ókunnugum aðila. Hún gaf einnig út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa verið að nota eiturlyf en hefur farið í meðferð síðan. Einnig opnaði hún sig um andleg veikindi á Twitter reikningi sínum þar sem hún sagðist vera að fást við geðhvarfasýki og mikið þunglyndi. Hún nýtti einnig miðilinn til þess að ráðast á annað fólk eins og Rihönnu og Chrissy Teigen með ljótum athugasemdum. Ásakaði pabba sinn á Twitter Fyrir nokkrum árum kom Amanda fram á Twitter þar sem hún sakaði pabba sinn um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Stuttu síðar kom hún þá fram með aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekkert væri til í ásökununum og að örflaga í heilanum á henni hafi látið hana segja það. „Pabbi minn gerði aldrei neitt af þessum hlutum. Örflögurnar í heilanum á mér létu mig segja þessa hluti en hann lét setja þessa örflögu í mig.“ Þakklát foreldrum sínum Í dag segist Amanda vera búin að vinna vel í sér og sinni heilsu og er tilbúin að fá sjálfræðið aftur. Foreldrar hennar eru alsælir að heyra það og sína henni fullan stuðning og eru mjög stolt af dóttur sinni segir lögfræðingur foreldranna. „Í kjölfar ákvörðun dómarans í dag að afturkalla sviptingu sjálfræðisins vil ég þakka aðdáendum mínum fyrir ástina og falleg orð á þessum tímum. Ég vil líka þakka lögræðingnum mínum og foreldrum mínum fyrir stuðninginn síðustu níu ár,“ sagði leikkonan. Síðustu ár hefur Amanda dregið sig úr sviðsljósinu og kláraði meðal annars gráðu í tískuskólanum FIDM. FIDM graduate 2019 #fidmgraduation pic.twitter.com/KdFI5dPOdK— amanda bynes (@amandabynes) June 25, 2019 Sótti um sjálfræði í febrúar Hún sótti um sjálfræðið í febrúar og fékk það samþykkt í gær. Hún telur sig vera orðna heila á heilsu, búin að vinna mikið í sjálfri sér og að hún sé tilbúin að lifa og vinna sjálfstætt. Í dag er hún með unnusta sínum sem hún trúlofaðist á valentínusardaginn 2020 eftir að hafa kynnst í lok ársins áður. Hollywood Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Amanda er ekki geðklofi Lögfræðingur stjörnunnar blæs á sögusagnirnar. 9. apríl 2014 18:00 Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00 Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Var svipt sjálfræði fyrir níu árum Dómari sagði forræðið ekki lengur þarft þar sem Amanda sé búin að uppfylla allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar síðustu ár. Móðir hennar fékk upphaflega tímabundið forræði en ári síðar fékk hún ótímabundið forræði sem hefur haldið sér til dagsins í gær. Amanda birtir stundum skilaboð og myndir á samfélagsmiðlum en eyðir þeim oft hratt.Skjáskot/Instagram Opnaði sig um andleg veikindi Amanda komst í kast við lögin meðal annars fyrir það að keyra undir áhrifum og kveikja í innkeyrslu hjá ókunnugum aðila. Hún gaf einnig út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa verið að nota eiturlyf en hefur farið í meðferð síðan. Einnig opnaði hún sig um andleg veikindi á Twitter reikningi sínum þar sem hún sagðist vera að fást við geðhvarfasýki og mikið þunglyndi. Hún nýtti einnig miðilinn til þess að ráðast á annað fólk eins og Rihönnu og Chrissy Teigen með ljótum athugasemdum. Ásakaði pabba sinn á Twitter Fyrir nokkrum árum kom Amanda fram á Twitter þar sem hún sakaði pabba sinn um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Stuttu síðar kom hún þá fram með aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekkert væri til í ásökununum og að örflaga í heilanum á henni hafi látið hana segja það. „Pabbi minn gerði aldrei neitt af þessum hlutum. Örflögurnar í heilanum á mér létu mig segja þessa hluti en hann lét setja þessa örflögu í mig.“ Þakklát foreldrum sínum Í dag segist Amanda vera búin að vinna vel í sér og sinni heilsu og er tilbúin að fá sjálfræðið aftur. Foreldrar hennar eru alsælir að heyra það og sína henni fullan stuðning og eru mjög stolt af dóttur sinni segir lögfræðingur foreldranna. „Í kjölfar ákvörðun dómarans í dag að afturkalla sviptingu sjálfræðisins vil ég þakka aðdáendum mínum fyrir ástina og falleg orð á þessum tímum. Ég vil líka þakka lögræðingnum mínum og foreldrum mínum fyrir stuðninginn síðustu níu ár,“ sagði leikkonan. Síðustu ár hefur Amanda dregið sig úr sviðsljósinu og kláraði meðal annars gráðu í tískuskólanum FIDM. FIDM graduate 2019 #fidmgraduation pic.twitter.com/KdFI5dPOdK— amanda bynes (@amandabynes) June 25, 2019 Sótti um sjálfræði í febrúar Hún sótti um sjálfræðið í febrúar og fékk það samþykkt í gær. Hún telur sig vera orðna heila á heilsu, búin að vinna mikið í sjálfri sér og að hún sé tilbúin að lifa og vinna sjálfstætt. Í dag er hún með unnusta sínum sem hún trúlofaðist á valentínusardaginn 2020 eftir að hafa kynnst í lok ársins áður.
Hollywood Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Amanda er ekki geðklofi Lögfræðingur stjörnunnar blæs á sögusagnirnar. 9. apríl 2014 18:00 Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00 Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00
Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu. 28. júlí 2013 20:00
Bynes tapar glórunni á Twitter Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri. 30. maí 2013 07:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein