Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 23:31 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins