Furðar sig á öryggisleiðbeiningum sem eru einungis á ensku Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 21:51 Eiríkur smellti mynd af leiðbeiningunum sem vöktu furðu hans þegar hann gekk hjá þeim í Árnagarði. Vísir/Vilhelm Prófessor emeritus í íslenskri málfræði furðar sig á því að lífsnauðsynlegar upplýsingar við hlið nýs hjartastuðtækis í Háskóla Íslands séu einungis á ensku en ekki íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann. Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann.
Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira