„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 10:01 Lovísa Thompson skorar eitt af fimmtán mörkum sínum í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. „Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
„Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira