Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 22:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00