Tíu leikmenn Everton unnu dramatískan sigur gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 21:50 Alex Iwobi skoraði markið mikilvæga fyrir Everton í kvöld. Stu Forster/Getty Images Everton vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira