Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. mars 2022 11:12 Frá Reykjanesbraut um ellefuleytið í dag. Vegagerðin Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“ Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“
Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10