Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 11:01 Victoria Azarenka reyndi að halda keppni áfram en átti í miklum erfiðleikum með það. AP/Mark J. Terrill Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a> Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a>
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum