Chelsea dregur beiðnina um að leika fyrir luktum dyrum til baka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2022 17:45 Chelsea hefur dregið beiðni sína um að leika fyrir luktum dyrum gegn Middlesbrough í átta liða úrslitum FA-bikarsins til baka. James Gill - Danehouse/Getty Images Fyrr í dag bárust fregnir af því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi biðlað til enska knattspyrnusambandsins um að leikur liðsins gegn Middlesbrough í FA-bikarnum næstkomandi laugardag færi fram fyrir luktum dyrum. Félagið hefur nú dregið þá beiðni til baka. Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira