Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 09:01 Bjarki Már Elísson á góða möguleika á að verða markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00