Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:10 Mikkel Hansen fær lengra sumarfrí í ár og græðir líka á því pening. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga. HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga.
HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Sjá meira