Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:13 Höglin eru nærri jafnstór og hundrað krónu peningur eins og sjá má á myndunum. Gísli Matthías Auðunsson Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu. Veður Vestmannaeyjar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu.
Veður Vestmannaeyjar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira