Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:58 Renaud starfaði meðal annars fyrir New York Times á ferli sínum en hann var ekki á vegum miðilsins þegar hann var drepinn. Getty/Samsett Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52