Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 16:01 Hugsar Thomas Tuchel sér til hreyfings eftir vendingar síðustu daga? getty/Lewis Storey Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira