Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi Elísabet Hanna skrifar 9. mars 2022 16:31 Stanley Tucci er afar þakklátur fyrir lífið. Getty/Rich Polk Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn. Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira
Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury
Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira
Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14